Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR vann Reyni í minningarleik
Miðvikudagur 12. maí 2004 kl. 11:35

KR vann Reyni í minningarleik

Íslandsmeistarar KR unnu sigur á Reyni, 0-4, í minningarleik um Magnús Þórðarson í gær. Magnús var frumkvöðull í íþróttastarfinu í Sandgerði og einn af stofnendum knattspyrnufélags Reynis, en þann 5. mars 2003 voru liðin 100 ár frá fæðingu Magnúsar.

Reynismenn áttu í vök að verjast mestan leikinn, en Gunnar Oddsson, þjálfari þeirra, sagði að hans menn hefðu haft gott af leiknum. „Það er gaman fyrir strákana að fá að spreyta sig gegn svo sterkum mótherjum. Leikmenn græða alltaf á því að spila gegn góðum mótherjum.“
Reynismenn eru annars í lokaundirbúningi fyrir átök sumarsins í 3.deildinni, en fyrsti leikur þeirra er gegn Drangi laugardaginn 22. maí.

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024