Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 3. apríl 2000 kl. 10:43

KR vann naumlega

KR hafði sigurorð af Keflavík, 51:48, í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitil kvenna, en leikurinn fór fram í KR-heimilinu í fyrrakvöld. Leikurinn var mjög jafn og sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem er. Keflavík fékk tækifæri til að jafna undir lok leiksins, í stöðunni 48:46, en misnotuðu þá tvö víti og KR náði að tryggja sér sigurinn. „Það gerði eiginlega út um leikinn að við vorum að leika mjög illa undir lok fyrri hálfleiks og misstum þær of langt fram úr okkur‰, sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, eftir leikinn í gær. „Við verðum að vinna leikinn hér heima á mánudaginn, því það yrði mjög erfitt að fara í þriðja leikinn með 2-0 á bakinu.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024