Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR vann í Keflavík
Fimmtudagur 3. desember 2009 kl. 21:07

KR vann í Keflavík

KR vann í kvöld sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla. Gestirnir hófu leikinn með miklum látum og komust í 15-0. Keflvíkingar sóttu í sig veðrið og staðan í hálfleik var 50-45 fyrir KR en Keflvíkingum tókst að jafna 45-45 skömmu áður eftir að hafa verið undir allan fyrri hálfleikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikar voru lengst af jafnir í síðari hálfleik en KR þó yfirleitt skrefinu á undan og leiknum lauk með 15 stiga sigri gestanna 100-85 fyrir KR.

Snæfell lagði topplið Njarðvíkur í Stykkishólmi 98-94 eftir æsilegan lokasprett. Njarðvík og KR eru því jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar.


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson