KR skellti Grindavík
Grindavíkurstúlkum tókst ekki að stöðva sigurgöngu KR í gærkvöldi þegar liðin mættust í Iceland Express deild kvenna í köruknattleik. Leikurinn fór fram í Vesturbænum.
KR voru yfir eftir fyrsta leikhluta þegar staðan var 23-11. Michele DeVault var ekki að finna sig í leik Grindvíkinga og skoraði ekki stig fyrr en í öðrum leikhluta. Hún setti niður þrist, lagaði stöðuna í 30-21 og var komin með 12 stig þegar flautað var til hálfleiks. Jovana Lilja Stefánsdóttir var einnig með 12 stig. Staðan í leikhléi var 38-28 fyrir KR.
Fljótlega í þriðja leikhluta var ljóst að KR héldi undirtökunum í leiknum. Þrátt fyrir ágæta spretti tókst Grindavíkurliðinu ekki að brjóta upp leikinn og ógna forystu KR liðsins, sem var 25 stig þegar yfir lauk. Lokatölur urðu 81-56.
Jovana Lilja og Petrúnella Skúladóttir skoruðu 15 stig hvor fyrir Grindavík. Þá var Helga Hallgrímsdóttir sterk í teignum með 11 fráköst, þarf af 9 varnarfráköst.
Grindavík er nú í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig, næst á eftir Hamri sem hefur 14 stig. KR trónir á toppnum með 20 stig.
Mynd/www.karfan.is – Frá leik KR og Grindavík í gær.