KR-sigur í Njarðvík
Njarðvíkingar máttu þola tap gegn ógnarsterku liði KR þegar liðin mættust í Njarðvík í gærkvöldi. Heimamenn létu KR liðið þó hafa öllu meira fyrir hlutunum heldur en í síðasta leik liðanna en gestirnar höfðu þó alltaf frumkvæðið í leiknum. Í síðasta fjórðung brast vörn Njarðvíkinga og KR-ingar fengu að athafna sig nokkuð óáreittir. Lokatölur urðu 115-93.
Magnús Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 23 stig. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst. Sitton skoraði 17 stig og tók 7 fráköst.
---
Mynd/karfan.is - Frá leik Njarðvíkur og KR í gærkvöld.