Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR sigur í Ljónagryfjunni
Mánudagur 4. febrúar 2013 kl. 08:53

KR sigur í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar lágu heima gegn KR, 68-84 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gær. Í hálfleik voru gestirnir yfir 25-44 og því óhætt að segja að eftirleikurinn væri erfiður fyrir Njarðvíkurstúlkur. Þær náðu að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en því miðir var það of seint.

Eins og svo oft áður var Lele Hardy atkvæðamest hjá grænum en hún skorðai 33 stig og tók 18 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík: Lele Hardy 33/18 fráköst, Eva Rós Guðmundsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 6/7 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Svava Ósk Stefánsdóttir 2/7 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 1/6 fráköst.