KR sigur í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar lágu heima gegn KR, 68-84 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gær. Í hálfleik voru gestirnir yfir 25-44 og því óhætt að segja að eftirleikurinn væri erfiður fyrir Njarðvíkurstúlkur. Þær náðu að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en því miðir var það of seint.
Eins og svo oft áður var Lele Hardy atkvæðamest hjá grænum en hún skorðai 33 stig og tók 18 fráköst.
Njarðvík: Lele Hardy 33/18 fráköst, Eva Rós Guðmundsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 6/7 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Svava Ósk Stefánsdóttir 2/7 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 1/6 fráköst.