KR sigraði Reyni í minningarleik
KR sigraði Reyni Sandgerði, 0-1 í vináttuleik á Sandgerðisvelli í kvöld. Leikurinn var til minningar um Magnús Þórðarson, íþróttafrömuð í Sandgerði.
Það var Rógvi Jacobsen, færeyskur leikmaður KR, sem skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu. Leikmenn Reynis stóðu sig vel í leiknum en KR-ingar hafa leikið við Reyni fimm sinnum áður við þetta tilefni.
Leikurinn árið 1986 var t.d. frumraun Magnúsar Gylfasonar, Þormóðs Egilssonar og Sigursteins Gíslasonar með flokknum.
VF-mynd: Atli Már Gylfason