Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR sigraði á hraðmóti Vals
Mánudagur 6. september 2004 kl. 11:43

KR sigraði á hraðmóti Vals

Í gær mættust KR og ÍR í úrslitaleik á hraðmóti Vals í körfuknattleik þar sem vesturbæingar sigruðu 67-53.

Lið Keflavíkur og Grindavíkur tóku þátt í mótinu en riðu ekki feitum hesti af Hlíðarenda í þetta skipti. Njarðvíkingar tóku ekki þátt. Bæði lið léku fjóra leiki, Keflavík sigraði í einum leik, gegn Grindavík, en tapaði þremur. Grindvíkingar sigruðu Snæfell og Skallagrím en töpuðu gegn ÍR og Keflavík.

Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki væri mikið mark takandi á þessu móti. „Mótið var svona eins og við var að búast, þunglamalegt og ekkert markvert að gerast.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024