KR leiðir í hálfleik í Röstinni
Staðan er 44-46 KR í vil í fjórða leik Grindavíkur og KR í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Síðari hálfleikur er við það að hefjast en sá fyrri var nokkuð kaflaskiptur.
Joanna Skiba hefur verið drjúg fyrir heimamenn en það hefur Sigrún Ámundadóttir einnig verið fyrir KR í fyrri hálfleik.
Nánar síðar…