Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR lagði Keflavík öðru sinni
Miðvikudagur 25. mars 2009 kl. 08:32

KR lagði Keflavík öðru sinni


Á brattann er að sækja fyrir Keflvíkinga í undanúrslitum úrvalsdeilar karla  í körfuknattleik eftir að  liðið beið lægri hlut öðru sinni í viðureigninni gegn KR. Annar leikur liðanna fór fram Toytahöllinni í gær og lauk honum með 13 stiga sigri gestanna, 88:75. Staðan í hálfleik var 41-27 fyrir KR.
Heimamenn áttu fínan seinni hálfleik en það dugði ekki til að vinna upp forskotið sem KR-ingar náðu í þeim fyrri en þeir fóru á kostum í öðrum fjórðungi með Jón Arnór Stefánsson í broddi fylkingar. Hann skoraði 35 stig fyrir KR og spilaði ógnarsterkan varnarleik. Jesse Pellot-Rosa var stigahæstur hjá Keflavík með 26 stig.
---
Úr leik gærkvöldsins. Mynd:www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024