KR-Keflavík í beinni útsendingu á visir.is í kvöld
Bein sjónvarpsútsending verður á fréttavefnum Vísi í kvöld þegar KR tekur á móti Keflavík í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik.
Um nýjung er að ræða á Vísi og mun Valtýr Björn Valtýsson lýsa. Leikurinn hefst kl. 19.15 og hefst útsendingin skömmu áður.
Keflvíkingar hafa byrjað ágætlega í deildinni en þeir eru með mjög breytt lið frá því í fyrra. KR-ingar eru meistarar frá síðasta tímabili og eru með gríðarlega öflugt lið. Þetta gæti því orðið spennandi viðureign og fjör í vesturbænum í kvöld.