KR jafnaði metin: Pálmi og Fannar eru mættir til leiks
Fannar Ólafsson tróð boltanum af miklum krafti í Njarðvíkurkörfuna og gerði lokastigin í öðrum leik Njarðvíkur og KR í úrslitum
Njarðvíkingar hófu leikinn vel með Jóhann Árna í broddi fylkingar og var staðan að loknum 1. leikhluta 26-30 Njarðvíkingum í vil. Varnir beggja liða tóku á sig þéttari mynd í 2. leikhluta og mikil barátta og menn ófeimnir við að fá dæmdar á sig villur. Jeremiah Sola gerði fjögur stig í röð og kom KR í 32-30 en Njarðvíkingar tóku frumkvæðið strax aftur af þeim og leiddu út leikhlutann.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson skreið úr hýði sínu í kvöld eftir dræma frammistöðu í fyrsta leik liðanna og opnaði hann þriðja leikhluta með tveimur þriggja stiga körfum í röð og jafnaði hann metin fyrir KR, 46-46. Þrátt fyrir góða byrjun KR voru Njarðvíkingar enn með frumkvæðið þar
Heimamenn gáfust aldrei upp og hvattir áfram af sérlega söngelskum áhorfendum hófu þeir að saxa á forskot Íslandsmeistaranna og tókst þeim að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Jeremiah Sola setti þá niður þriggja stiga körfu og jafnaði metin í 72-72 og Igor Beljanski búinn að fá sína fjórðu villu hjá Njarðvík. Ekki var lengi að bíða fimmtu villu Igors sem varð fyrir vikið frá að víkja og inn kom Egill Jónasson í hans stað. Heimamenn voru komnir á bragðið, vörn þeirra var þétt á lokasprettinum og KR-ingar yfirvegaðir undir lokin í sóknaraðgerðum sínum. Sola jók muninn í 74-72 og síðar kom önnur teigkarfa hjá KR og staðan 76-72 og KR-ingar búnir að
Brenton
Fögnuður heimamanna var gríðarlegur í lokin og fékk Jeremiah Sola tolleringu frá stuðningsmönnum. Sigur KR var þeim afar mikilvægur og staðan því jöfn 1-1 í einvíginu. Tap hjá KR í kvöld hefði þýtt að þeir hefðu farið 2-0 undir í Ljónagryfjuna á laugardag og þá væntanlega átt lítinn séns í einvígið.
Pálmi Freyr gerði 19 stig fyrir KR í kvöld og tók 6 fráköst en þeir Fannar Ólafsson og
Njarðvíkingar áttu í basli á vítalínunni og hittu þeir aðeins úr 21 af 33 vítaskotum sínum og þá voru mikilvæg víti á lokakafla leiksins sem voru ekki að detta niður.
Liðin mætast í þriðja úrslitaleiknum á laugardag og hefst leikurinn kl. 14:50 í Ljónagryfjunni.