KR jafnaði metin í Vesturbænum
Einvígi KR og Grindavíkur stendur nú jafnt eftir að KR-ingar sigruðu annan leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Lokatölur voru 90-72 í leik þar sem KR hafði yfirhöndina allan tímann. Aaron Broussard var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum með 20 stig en Samuel Zeglinskii skoraði 19. Liðin hafa því unnið hvort sinn leikinn og fer næsti leikur fram í Röstinni í Grindavík á sunnnudag klukkan 19:15.
Grindavík: Aaron Broussard 20/8 fráköst, Samuel Zeglinski 19/7 stoðsendingar, Ryan Pettinella 10/5 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Davíð Ingi Bustion 4/6 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/5 fráköst/4 varin skot, Daníel G. Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0.
KR: Martin Hermannsson 23/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/10 fráköst, Brandon Richardson 11/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Darshawn McClellan 10/8 fráköst, Kristófer Acox 8, Högni Fjalarsson 2, Brynjar Þór Björnsson 2, Emil Þór Jóhannsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.
KR-Grindavík 90-72 (22-11, 16-15, 24-15, 28-31)