KR Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna
KR-stúlkur urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleiks kvenna á laugardag þegar þeir sigruðu Keflvíkinga 64-58 á heimavelli sínum og úrslitarimmuna sannfærandi 3-0. KR-liðið hefur verið ósigrandi síðan þær fengu bandaríska leikmanninn Heather Corby til liðs við sig og var sigur þeirra verðskuldaður þrátt fyrir hetjulega baráttu Keflvíkinga.Reynslumestu leikmenn Keflvíkinga, þær Kristín Blöndal og Erla Þorsteinsdóttir, sýndu að Keflvíkingar hugðust ekki leggast í kör þótt staðan væri slæm þær ásamt Brooke Schwartz best Keflvíkinga. Þrátt fyrir að staðan væri slæm í síðasta leikhluta neituðu þær keflvísku að gefast upp og minnkuðu muninn í 2 stig (16 stig í röð) áður en stíflan brast og KR-stúlkur náðu að tryggja sér titilinn 64-58. Það var sem áður Heather Corby sem fór fyrir Vesturbæjarveldinu, skoraði 17 stig, tók átján fráköst og átti 7 stoðsendingar.