KR-ingur og Austfirðingur til Keflavíkur
Inkasso-deildarlið Keflavíkur í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsauka að undanförnu en félagið gekk frá samningum við þrjá leikmenn nýlega.
Keflavík fékk KR-inginn Adolf Mtasingwa Bitegoko en hann er tvítugur Tansaníumaður og hefur æft með Keflvíkingum í vetur og staðið sig vel að því er segir á heimasíðu félagsins.
Adolf kom um mitt sumar í fyrra til KR og leik með þeim tvo leiki í Pepsideildinni. Hann lék stórt hlutverk í 2. flokks liði KR sem tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna á markatölu í fyrra. Adolf leikur sem miðjumaður og hefur fallið vel inn í ungan hóp liðsins, segir á keflavik.is.
Þá samdi Keflavík við Dag Inga Valsson, 21 árs framsækinn miðjumann sem kemur frá Leikni á Fáskrúðfirði en þar lék hann stórt hlutverk síðustu ár. Hann hefur leikið með liðinu í Inkasso-deildinni og skorað 9 mörk.
Þriði leikmaðurinn sem um ræðir er Tómas Óskarsson en hann er fæddur og uppalinn í Keflavík. Félagið endurnýjaði samning við hann nýlega en Tómas hefur leikið 25 leiki með félaginu í tveimur efstu deildum. Hann fór einnig sem lánsmaður til Víðis í fyrra og kappinn á að baki einn U19 ára landsleik. Tómas er barnabarn Einars Gunnarssonar, miðvarðar úr gullaldarliði Keflavíkur.
Dagur og Tómas leika með Keflavík.