Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR-ingar unnu Grindavík örugglega
Þriðjudagur 3. júlí 2012 kl. 08:08

KR-ingar unnu Grindavík örugglega

KR-ingar unnu á sunnudag 4-1 sigur á Grindavík í eina leik dagsins í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. KR var mun betra liðið í leiknum en það tók KR-inga 45 mínútur að skora og var þar að verki Grétar Sigfinnur varnarmaður liðsins. Þorsteinn Már kom KR í 2-0 í byrjun seinni hálfleiks, Emil Atlason skoraði svo á 75. mínútu. Ólafur Örn Bjarnason hjá Grindavík kom KR-ingum í 4-0 en hann skallaði boltann í eigið mark á 82. mín en Pape Mamadou Faye minnkaði muninn undir lokin í 4-1. Öruggur 4-1 sigur KR sem heldur í við FH í toppbarattunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR 4-1 Grindavík (1-0)
1-0 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 45.mín.
2-0 Þorsteinn Már Ragnarsson 49.mín.
3-0 Emil Atlason 75.mín.
4-0 Ólafur Örn Bjarnason (sm) 82.mín.
4-1 Pape Mamadou Faye 89.mín.