Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 21. febrúar 2003 kl. 09:23

KR-ingar teknir í bakaríið

Hann var ekki spennandi leikurinn á milli Keflavíkur og KR í gær. Keflvíkingar mættu greinilega dýrvitlausir til leiks á meðan KR-ingar hafa eflaust haldið að leikurinn ætti að vera daginn eftir. Lokatölur voru 78:105 Keflavík í hag en sá munur hefði án efa getað verið meiri því gestirnir slökuðu töluvert á í lokin. Vörn Keflavíkur var gríðarlega sterk og áttu heimamenn fá svör við pressuvörninni. Edmund Saunders átti góðan leik hjá Keflavík, skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst. Damon Johnson var stigahæstur að vanda með 24 stig og Guðjón Skúlason setti 20 stig.
Keflavík komst með sigrinum í 2. sæti deildarinnar með 28 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024