Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR-ingar öflugir í Röstinni
Fimmtudagur 10. október 2013 kl. 21:28

KR-ingar öflugir í Röstinni

Grindvíkingar töpuðu fyrsta heimaleik stórt

Grindvíkingar máttu sætta sig við tap í stórleik fyrstu umferðar Dominos deildar karla í körfubolta. KR-ingum er spáð sigri í deildinni í ár og þeir sýndu styrk sinn í Röstinni með 20 stiga sigri, 74-94 en gestirnir voru yfir allan leikinn. Þeir bræður Þorleifur og Ólafur Ólafssynir voru stigahæstir Grindvíkinga í leiknum en nýi erlendi leikmaðurinn var þeim næstur. Sigurður Þorsteinsson frákastaði vel en hann fann sig ekki alveg í sóknarleiknum. Jóhann Árni Ólafsson var líka langt frá sínu besta í leiknum en hann hitti ekki úr skoti utan af velli.

Grindavík-KR 74-94 (16-21, 18-19, 21-22, 19-32)

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 16, Ólafur Ólafsson 15/5 fráköst, Kendall Leon Timmons 14/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/12 fráköst, Hilmir Kristjánsson 10, Jón Axel Guðmundsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jóhann Árni Ólafsson 1, Ármann Vilbergsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR: Shawn Atupem 27, Martin Hermannsson 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Helgi Már Magnússon 10/9 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10, Pavel Ermolinskij 7/13 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6, Jón Orri Kristjánsson 2, Kormákur Arthursson 0, Ólafur Már Ægisson 0, Högni Fjalarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.