Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR-ingar fóru illa með Íslandsmeistarana
Mánudagur 12. janúar 2009 kl. 10:34

KR-ingar fóru illa með Íslandsmeistarana

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistarar Keflavíkur töpuðu illa fyrir KR, 95:64, í 8-liða úrslitum Subwaybikarsins í Vesturbænum í gærkvöldi. Keflvíkingar voru þó sprækari í upphafi leiks og voru yfir 14-22 eftir fyrsta leikhluta, en KR tók síðan völdin og hafði yfir í leikhléi 41-32 og sigraði örugglega.

8-liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna halda áfram í kvöld með fjórum leikjum. Einn leikur fer fram í karlaflokki þegar Grindavík tekur á móti ÍR í Röstinni kl. 19:15. Þrír leikir eru svo í Subwaybikar kvenna sem allir hefjast kl. 19:15. Skallagrímur og Hekla mætast í Borgarnesi, Fjölnir tekur á móti Val í Grafarvogi og stórleikurinn í kvennaflokki er viðureign Keflavíkur og Hamars sem fram fer í Toyotahöllinni í Keflavík.

Sjá tölfræði úr leik KR og Keflavíkur.

Mynd/Karfan.is: Gunnar Einarsson er hér í kröppum dansi gegn KR í gærkvöld.