Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR í heimsókn í kvöld - Pumasveitin snýr aftur
Fimmtudagur 22. september 2011 kl. 10:50

KR í heimsókn í kvöld - Pumasveitin snýr aftur

Í dag taka Keflvíkingar á móti KR-ingum í Pepsi-deild karla. KR situr sem kunnugt er á toppnum og munu leggja allt í sölurnar í kvöld til að fara langleiðina með að tryggja sér titilinn. Keflvíkingar geta hinsvegar spyrnt sér frá botnbaráttunni í dag með sigri en tapi þeir er botnbaráttan orðin ansi jöfn. Væntanlega vilja Keflvíkingar líka eyðileggja aðeins fyrir þeim röndóttu, en ekki færa þeim titilinn á silfurfati.

Heyrst hefur að Pumasveitin sáluga, sem var stuðningsmannasveit Keflavíkur, ætli sér að koma saman í tilefni leiksins og rífa upp stemninguna. Fyrir leik ætla Keflvíkingar líka að bjóða upp á grillaða hamborgara svo það er því um að gera að mæta í kvöld og styðja Keflvíkinga til sigur en leikurinn hefst klukkan 17:00.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024