Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

KR heimsækir Grindvíkinga í kvöld
Mánudagur 6. apríl 2009 kl. 10:12

KR heimsækir Grindvíkinga í kvöld


Annar leikur Grindavíkur og KR í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram í kvöld í Röstinni, heimavelli Grindavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:15.
KR sigarði í fyrsta leik liðanna um helgina með aðeins fjögurra stiga mun. Það má því búast við grimmum Grindvíkingum á heimavelli og hörkuspennandi leik þar sem ekkert verður gefið eftir.

Forsala aðgöngumiða verður í dag í Aðalsporti frá kl. 14-18. Þá verður grillveisla fyrir utan Lukku-Láka fyrir leikinn þar sem grillaðar verða pylsur í boði Nettó og Hérastubbs bakara. Jafnframt verður andlitsmálun í boli og fleira o.fl. Einnig eru Grindavíkingar hvattir til þess að mæta í gulum treyjum á leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024