Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR hafði betur á endasprettinum
Miðvikudagur 4. mars 2009 kl. 08:15

KR hafði betur á endasprettinum



Bikarmeistarar KR höfðu betur gegn Grindavíkurstúlkum í gærkvöld þegar liðin mættust undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik. KR liðið náði sterkum endaspretti eftir mikinn spennuleik og sigraði 64-57. Í upphafi síðasta fjórðungs hafði Grindavíkurliðið 13 stiga forystu.
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir voru hver um sig með 11 stig í liði Grindavíkur. Petrúnella hirti einnig 8 fráköst.
---

Mynd/karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024