KR alltof sterkt fyrir Njarðvík

Topplið KR var einfaldlega alltof sterkt fyrir Njarðvík þegar liðin mættist í gær í 8. umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Vesturbænum og lauk með öruggum sigri KR stúlkna, 82 – 58. KR liðið er geysiöflugt og hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur. Njarðvík situr hins vegar á botni deildarinnar ásamt Val með tvo unna leika og sex tapaða.
Njarðvík náði ágætlega að halda í við KR í byrjun en í hálfleik var staðan 39 - 28 fyrir KR. Í þriðja leikhluta skildi á milli liðanna og segja má að þar hafi KR gert út um leikinn, samkvæmt umsögn karfan.is. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69-43  en KR skoraði 30 stig í leikhlutanum gegn 15 stigum Njarðvíkur. Forskot KR var aldrei í hætti í fjórða leikhuta og lauk leiknum 82-58 sem fyrr segir. 
Chantrell Moss var stigahæst í liði Njarðvíkur með 33 stig. 
----
Mynd/www.karfan.is – Frá leik KR og Njarðvíkur í gær.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				