KR- Njarðvík vol. 3 í kvöld
Staðan í einvíginu jöfn 1-1
Þriðji leikur KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Domino´s deildar karla fer fram í kvöld í DHL höll KR-inga í Vesturbænum.
Liðin hafa skipt með sér fyrstu 2 leikjunum þar sem KR-ingar kjöldrógu Njarðvíkinga í fyrsta leik en Njarðvíkingar bitu frá sér í Ljónagryfjunni s.l. fimmtudagskvöld í hádramatískum leik þar sem að Stefan Bonneau tryggði Njarðvíkingum sigur með 3ja stiga körfu 2 sekúndum fyrir leikslok eins og flestir muna.
Það má búast við fjölmenni í Vesturbænum í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta og hvetja sitt lið til dáða. Leikurinn hefst kl. 19:15