Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. mars 2001 kl. 22:32

Köstuðum frá okkur sigrinum

Grindvíkingar töpuðu 79-75 á Sauðarkróki í kvöld og sagði Einar Einarsson, þjálfari liðsins, að 50 sekúndna einbeitingarleysi undir lok þriðja leikhluta hefði snúið leiknum á sveif Sauðkræklinga og síðan hafi lið hans ekki haldið haus í síðasta leikhlutanum. "Við vorum með 18 stig í plús og, að mér fannst, búnir að hafa öll tök á leiknum fram að þessu. Mér fannst þetta vendipunktur í leiknum því í stað þessa að brjóta vilja þeirra alveg á bak aftur gáfum við þeim vonarneista sem okkur tókst ekki að slökkva í síðasta fjórðungnum. Þegar þeir minnkuðu muninn enn frekar fórum við að efast og hika og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þrátt fyrir allt þetta fengum við tækifæri til að vinna leikinn en tókst að margklúðra síðustu sókninni. Þessi niðurstaða er verulega sár sannleikur fyrir mig og mína menn því liðið hafði spilað alveg glimrandi vel fram undir lok þriðja leikhluta. Við hreinlega köstuðum frá okkur sigrinum á lokamínútunum frekar en að Tindastóll hafi unnið fyrir honum" sagði Einar í símtali við VF, heldur súr í bragði og vel skiljanlegt því Grindvíkingar léku geysivel í síðustu leikjum Íslandsmótsins og virtust til alls líklegir í úrslitakeppninni. Sigur Tindastóls var tímamótasigur fyrir Val Ingimundarson og félaga hans því Tindastóll komst þar með í fyrsta sinn í undanúrslit. Þeir mæta Keflavíkurliðinu og hefjast leikar á sunnudag eins og hjá Njarðvík - KR
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024