Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Korpak systur í öðru sæti á heimavelli
    Zuzanna Korpak á Hólsvelli.
  • Korpak systur í öðru sæti á heimavelli
    Kinga Korpak er afar efnileg.
Fimmtudagur 2. júní 2016 kl. 15:27

Korpak systur í öðru sæti á heimavelli

Korpak systurnar, þær Zuzanna og Kinga, nældu báðar í silfurverðlaun á Íslandsbankamótinu í golfi sem fram fór um liðna helgi á þeirra heimavelli, Hólmsvelli í Leirunni.

Zuzanna hafnaði í öðru sæti í flokki 15 til 16 ára. Hún leiddi mótið eftir fyrsta keppnisdag en varð að gera sér annað sætið að góðu eftir spennandi keppni á öðrum degi. Hún lék hringina tvo á 87 og 84 höggum. Yngri systirin Kinga endaði einnig í öðru sæti í flokki 13 til 14 ára eftir harða keppni. Hún lék hringina tvo á 85 og 80 höggum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024