Körfukrakkar frá Keflavík til fyrirmyndar í Svíþjóð
Dagana 4-9 maí s.l. fóru tuttugu krakkar sem öll leika körfubolta með 9.flokki í Keflavík, til Gautaborgar á Göteborg BASKETBALL festival. Var þetta 27. árið sem mótið er haldið.
Mótið er ýfið stærra en Samkaupsmótið í Reykjanesbæ, en um 6800 börn frá aldrinum 12 til 20 taka þátt í mótinu og leika um 1300 leiki á 31 velli. Dómgæsla er öll í höndum reyndra dómara sem koma frá 24 löndum. Öll skipulagning og framkvæmd á mótinu er til fyrirmyndar fyrir mótshaldara.
Drengirnir léku 5 leiki, en stúlkurnar 4 og stóðu sig vel körfuboltalega séð, en þó ekki síður var hegðun og framkoma þeirra til fyrirmyndar, og voru þau körfuboltafólki í Keflavík til mikils sóma. Í ferðinni sáu þau Harlem Globetrotters í Scandinavium, 12000 manna höll í Gautaborg, og heimsóttu Liseberg sem er tívolígarður þeirra í Gautaborg.
Krakkarnir vilja þakka öllum þeim sem styrktu þau til ferðarinnar, foreldrum sínum og þjálfurum fyrir sinn dugnað og fórnfýsi til að gera þessa ferð mögulega fyrir þau.
Takk fyrir okkur
9. flokkur drengja og stúlkna hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.
Mótið er ýfið stærra en Samkaupsmótið í Reykjanesbæ, en um 6800 börn frá aldrinum 12 til 20 taka þátt í mótinu og leika um 1300 leiki á 31 velli. Dómgæsla er öll í höndum reyndra dómara sem koma frá 24 löndum. Öll skipulagning og framkvæmd á mótinu er til fyrirmyndar fyrir mótshaldara.
Drengirnir léku 5 leiki, en stúlkurnar 4 og stóðu sig vel körfuboltalega séð, en þó ekki síður var hegðun og framkoma þeirra til fyrirmyndar, og voru þau körfuboltafólki í Keflavík til mikils sóma. Í ferðinni sáu þau Harlem Globetrotters í Scandinavium, 12000 manna höll í Gautaborg, og heimsóttu Liseberg sem er tívolígarður þeirra í Gautaborg.
Krakkarnir vilja þakka öllum þeim sem styrktu þau til ferðarinnar, foreldrum sínum og þjálfurum fyrir sinn dugnað og fórnfýsi til að gera þessa ferð mögulega fyrir þau.
Takk fyrir okkur
9. flokkur drengja og stúlkna hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.