Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skipar nýja stjórn
Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var kjörin á dögunum fyrir komandi starfsár. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður deildarinnar. Þá voru þeir Bergur Hinriksson og Guðmundur Ásgeirsson kjörnir í stjórn deildarinnar en þeir koma í stað Heiðars Helgasonar og Sigurðar Gíslasonar sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Í stjórn deildarinnar árið 2021-2022 eru Ingibergur Þór Jónasson, formaður, Bergur Hinriksson, Erna Rún Magnúsdóttir, Fjóla Sigurðardóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Haraldur Jón Jóhannesson og Rakel Lind Hrafnsdóttir. Í varastjórn deildarinnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Heiðar Helgason og Páll Valur Björnsson.
Þá var einnig kosið í unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar en í ráðinu sitja þau Smári Jökull Jónsson, formaður, Aníta Sveinsdóttir, Herdís Gunnlaugsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Rósa Ragnarsdóttir, Tracy Vita Horne og Þuríður Gísladóttir.
Á vef Grindavíkur er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í komandi störfum.