Körfuboltinn hefst loksins í kvöld
Heil umferð í Domino's deild kvenna
Þá er loksins komið að því, körfuboltaleiktíðin hefst í kvöld með heilli umferð í Domino's deild kvenna. Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík leika bæði á heimavelli í kvöld, en leikar hefjast klukkan 19:15. Keflvíkingum er spáð titlinum að þessu sinni en þær taka á móti nýliðum Breiðabliks í TM-höllinni. Grindvíkingar sem hreppa þriðja sæti deildarinnar samkvæmt spám, fá svo Hamarskonur í heimsókn.