Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 17:52

Körfubolti kvenna:Stelpuslagur 2004

Á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins kemur fram að öll félög 1. deildar kvenna ásamt 2. deildarliði Hauka hafa ákveðið að efna til úrvalsleiks kvenna miðvikudaginn 14. janúar í Seljaskóla, en leikurinn verður með svipuðu sniði og Stjörnuleikur KKÍ fyrir karlana.

Svipað fyrirkomulag verður á vali í liðin og var fyrir karlaleikinn, en kosið verður á netinu í tvö lið. Þau eru Reykjavík (ÍS, KR og ÍR) og Suðurliðin (Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Haukar). Kosnir verða 10 leikmenn í hvort lið og síðan mega þjálfarar velja tvo leikmenn til viðbótar. Þjálfari Reykjavíkurliðsins verður Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS og kvennalandsliðsins, en Pétur Guðmundsson frá Grindavík mun sjá um Suðurliðið. Í hálfleik verður skotkeppni og fleir uppákomur.

Kosning í liðin hefst í fyrramálið á heimasíðum félaganna og stendur fram að miðnætti á mánudagskvöld 12. janúar. Liðin verða síðan tilkynnt þriðjudaginn 13.janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024