Körfubolti: Keflvíkingar framlengja við lykilleikmenn
Íslandsmeistaralið Keflavíkur í körfuknattleik kvenna mun koma nær óbreytt til leiks næsta haust eftir að körfuknattleiksdeildin framlengdi samninga sína við nokkra lykilleikmenn liðsins.
Birna Valgarðsdóttir, Svava Ósk Stefánsdóttir, Halldóra Andrésdóttir, Lóa Dís Másdóttir, Rannveig Randversdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir skrifuðu allar undir tveggja ára samning við liðið á fundi í Keflavík í dag. Þá staðfesti Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari, að hann yrði áfram með liðið, en tveggja ára samningur hans rennur út að ári.
Sjá viðtal við Jón Halldór í vefsjónvarpi VF.
VF-mynd/Þorgils