KÖRFUBOLTI
ÍA-víkGrindvíkingar hafa aldeilis gert strandhögg á Akranesi þetta sumarið og því sem næst hirt allt kjöt af beinum Skagamanna í körfunni. Þeir Dagur Þórisson og Bjarni Magnússon eru komnir til liðsins og allar líkur eru á því a ð sjálft goðið, Alexander Ermolinskíj, dvelji í útgerðarbænum næsta vetur. Þá skiptir Sævar Garðarsson, herra Suðurnes 1999, úr Njarðvík í Grindavík og ætti að að bæta fegurðarstuðulinn þar á bæ allverulega. Á móti kemur og testesterontröllið Páll Axel Vilbergsson sem leikur með Fleron í 2. deild í Belgíu og Herbert Arnarsson sem leikur með Donar í Hollandi. Chianti Roberts annar RREr tölulegar staðreyndir hins nýja leikmann Keflvíkinga eru skoðaðar á internetinu kemur í ljós að hann á eitt sameiginlegt með fyrrverandi leikmanni Njarðvíkinga, Rondey Robinson, því hann nær vart 50% nýtingu úr vítaskotum sínum á 4 ára skólaferlinum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Roberts væri að mestu í byrjunarliði Oklahoma háskólaliðsins öll skólaárin þannig að ýmislegt hlýtir piltur að hafa til brunns að bera. Pernell Perry í lið Njarðvíkinga Bikarmeistarar Njarðvíkinga hafa ráðið til sín bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil. Ólíkt flestum þeim bandarísku leikmönnum sem hingað hafa komið lék Pernell ekki í NCAA háskóladeildinni heldur í minni deild sem nefnist NAIA en þar var hann þrisvar sinnum valinn besti leikmaðurinn. Pernell, sem er 29 ára, á tvo fræga bræður sem báðir eiga feril í NFL deildinni, atvinnumannadeild ameríska fótboltans, að baki. Annar þeirra heitir William Perry en var kallaður ísskápurinn (refrigerator) Perry vegna gífurlegrar stærðar sinnar og mikillar matarlistar. Hann lék stórt hlutverk í meistaraliði Chicago Bears 1985 þótt margir teldu hann einfaldlega sirkusatriði. Hafi Pernell erft líkamlega burði bræðra sinna þá munu varnarmenn DHL-deildarinnar eiga fullt í fangi með hann í vetur.Fyrstuleikir ÍRBFimm manna úrvalslið ACC búðanna, sem verður styrkt sterkum íslenskum leikmönnum, mun leika tvo leiki við sameinað lið Njarðvíkur og Keflavíkur, ÍRB. Njarðvík og Keflavík fengu bæði til sín nýja erlenda leikmenn í síðustu viku er þeir Pernell Perry og Chianti Roberts komu frá Bandaríkjunum og verður án efa forvitnilegt að fylgjast með þeim sýna hæfileikana í fyrsta sinn auk þess sem lið Reykjanesbæjar er síst lakara en íslenska landsliðið.Körfuboltabúðir fyrir 10-18 ára Dagana 24.-27. ágúst munu Atlantic Cape Camps körfuboltabúðirnar, fyrir tilstilli KKÍ, ÍBR, ÍTR og ÍT-ferða, standa fyrir æfingabúðum í íþróttahúsinu á Keflavíkurvelli og í Laugardalshöllinni. Þessir sömu aðilar stóðu fyrir körfuboltabúðum síðasta sumar og mættu þá um 100 leikmenn til leiks en búðirnar eru ætlaðar körfuknattleiksmönnum á aldrinum 10-18 ára. Aðalþjálfarar verða Chris Chaney frá Newport School í Maryland og Rich Marcucci, eigandi ACC, einn fremsti skotþjálfari Bandaríkjanna en þeim til aðstoðar verða þekktir íslenskir þjálfarar, m.a. Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari. Þá taka leikmenn úrvalsliðs ACC þátt í búðunum en þar eru á ferð úrvalsleikmenn úr bandarískum menntaskólum.Efnilegum leikmönnum verður veittur styrkur til að sækja körfuboltabúðir ACC í New Jersey og bestu leikmenn búðanna verða verðlaunaðir. Æft verður á Keflvavíkurflugvelli fyrir hádegi og í Reykjavík eftir hádegi en skáning er hjá ÍT-ferðum í síma 588-9900. Fimm manna ofursveitLeikmennirnir fimm sem eru í stjörnuliði ACC eru menntaskólapiltar frá Austurströnd Bandaríkjanna. Þeirra fremstur er Rasheed Dunbar, 192 cm bakvörður, sem eftirsóttur er af öllum stærstu háskólaliðunum í USA. Hinir eru Olu Babalola, 205 cm, sem er árinu yngri en hinir og talinn einn af 20 bestu í sínum aldurshópi, Junior Igadaro, 202 cm, sem er í hópi 100 bestu í USA, T.J. Thomas, 184 cm leikstjórnandi, og síðastur er nefndur Tory Reed, 208 cm, sem var McDonalds All-American á síðasta ári en það er stjörnulið sterkustu leikmannanna í gjörvöllum Bandaríkjunum. Þessum hetjum til aðstoðar verða líklegast leikmenn af landsliðsklassa hérlendis, sem eru til utan Suðurnesja, eða nýkomnir erlendir leikmenn úrvalsdeildarliðanna. Logi lék gegn RasheedDunbarNjarðvíkingurinn Logi Gunnarsson lék í New York á síðasta skólaári og kannaðist hann við ACC-búðirnar og einn leikmann stjörnuliðsins. “Ég þekki Rasheed Dunbar og lék gegn honum í körfuboltabúðum í fyrra. Hann er talinn gríðarlega góður en ef ég man rétt lenti hann í bílslysi síðasta sumar og slasaðist eitthvað.”