Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfuboltavertíðin hefst í kvöld
Miðvikudagur 3. október 2018 kl. 14:58

Körfuboltavertíðin hefst í kvöld

Breytt landslag segir þjálfari Keflavíkur

Loksins hefst þjóðaríþrótt Suðurnesja þegar körfuboltavertíðin fer af stað í efstu deildum í kvöld. Úrvalsdeild kvenna hefst þá en þar eru Keflvíkingar í eldlínunni þegar þær fá Stjörnuna í heimsókn í Sláturhúsið. Keflvíkingum er spáð Íslandsmeistaratitli á meðan Stjörnukonum er spáð fjórða sætinu. 

Jón Guðmundsson tók við liðinu í sumar en hann er þaulreyndur þjálfari auk þess að hafa verið um árabil einn best dómari landsins. „Keflvíkingum hefur oftar en ekki verið spá í toppbaráttu og því er þetta ekkert að setja of mikla pressu á okkur,“ sagði Jón í snörpu spjalli við VF. „Þetta er töluvert breytt landslag með fleiri erlendum leikmönnum þannig að sum liðin eru óskrifað blað ennþá,“ bætir hann við. Jón viðurkennir að hann kíki yfir slíkar spá en það sé meira fyrir forvitnissakir og til gamans gert. „Við mætum ákveðnar til leiks í vetur og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Sláturhúsinu við Sunnubraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024