Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfuboltavertíðin hefst í kvöld
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 11:05

Körfuboltavertíðin hefst í kvöld

Keppni á Íslandsmótinu í körfuknattleik hefst í kvöld þegar fjórir leikir fara fram í 1. umferð karla í Iceland Express deildinni. Keppni í Iceland Express deild kvenna hefst svo á laugardag.

 

Opnunarleikur Íslandsmótsins verður viðureign Íslandsmeistara KR og Fjölnis en allir fjórir leikirnir hefjast kl. 19:15. Njarðvíkingar fá Snæfell í heimsókn í Ljónagryfjuna, Hamar tekur á móti Tindastól og Þór Akureyri fær ÍR í heimsókn.

 

Landsliðsmiðherjinn Friðrik Erlendur Stefánsson verður væntanlega ekki með Njarðvíkingum í kvöld þar sem hann gekkst undir hjartaþræðingu á dögunum. Friðrik hefur þó mætt á æfingu eftir þræðinguna en sagði við Morgunblaðið í dag að hann byggist ekki við því að leika með í kvöld.

 

Umferðinni lýkur svo annað kvöld þegar stórleikur Keflavíkur og Grindavíkur fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík kl. 19:15 og svo mætast nýliðar Stjörnunnar og Skallagrímur í Ásgarði í Garðabæ.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Hörður Axel Vilhjálmsson mun leika sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu með Njarðvíkingum í kvöld en hann kom til liðsins frá Fjölni í Grafarvogi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024