Körfuboltaveisla í Sláturhúsinu
Keflavík stimplaði sig enn betur inn sem frambærilegt lið á Evrópumælikvarða er þeir lögðu CAB Madeira að velli, 110-101, í kvöld. Keflvíkingar eru því efstir í sínum riðli eftir tvo sigurleiki.
Leikurinn í kvöld var sannkölluð veisla fyrir körfuboltaáhugamenn þar sem tvö góð lið buðu upp á frábæra skemmtun. Áhorfendafjöldi í Sláturhúsinu var undir væntingum, en þeir sem mættu studdu vel við bakið á sínum mönnum.
Strax í upphafi leiks var ljóst að Madeira var ekki að vanmeta heimamenn enda töpuðu þeir leik sínum í Keflavík í fyrra og vissu hverju þeir áttu von á. Leikurinn var hraður og gestirnir náðu 5 stiga forskoti, 6-11, eftir stuttan tíma. Þá settu Keflvíkingar kraft í vörnina og skoruðu 9 stig í röð.
Það sem eftir lifði fyrsta fjórðungi léku Keflvíkingar óviðjafnanlega og náðu 13 stiga forskoti. Vörnin var þétt með Nick Bradford og Gunnar Einarsson í broddi fylkingar og sóknin var yfirveguð og dreifðust stigin jafnt á milli leikmanna.
Það sama var uppi á teningnum í öðrum fjórðungi þar sem Keflavík náði mest 23 stiga forskoti. Gunnar Einarsson fór þar á kostum og var kominn með 20 stig þegar blásið var til hálfleiks. Staðan var þá 66-48.
Eftir hálfleik mættu Madeira-menn grimmir til leiks og pressuðu stíft. Hver sóknin á fætur annarri fór forgörðum hjá Keflavík og gestirnir söxuðu jafnt og þétt á forskotið. Þeir jöfnuðu 79-79 þegar skammt var eftir af leikhlutanum og útlitið var ekki nógu gott fyrir heimamenn. Anthony Glover fékk sína fjórðu villu snemma og sat á bekknum það sem eftir lifði fjórðungsins og munar um minna. Þá kom að þætti Elentínusar Margeirssonar en hann setti fimm síðustu stigin og breytti stöðunni í 84-79 áður en haldið var í lokafjórðunginn.
Leikurinn var í járnum á lokakaflanum, en heimamenn héldu forskotinu og reyndust seigari þegar upp var staðið. Þar munaði mest um framlag þeirra Bradfords, Glovers og Magnúsar Gunnarssonar, en hann var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 24 stig.
Bradford var vígreifur í leikslok og sagði frábæra tilfinningu að vera kominn aftur til Keflavíkur. „Við lékum ekki vel í þriðja leikhluta, en þjálfarinn sagði okkur að vera grimmari og ekki hafa áhyggjur af stöðunni.“
Hann bætti því við að þeir kviðu ekki leiknum gegn Bakken Bears. „Við tökum einn leik fyrir í einu og ætlum okkur að klára deildarleikina hér heima áður en við förum að hugsa um næsta Evrópuleik“
„Þetta var frábær leikur,“ sagði Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari, í leikslok. „Þeir léku mjög aggressíva vörn í þriðja leikhluta og við hörfuðum til baka. Okkur gekk illa að koma kerfunum í gang, en svo var bara komið nóg af þessu! Eftir það spiluðum við þetta aftur upp og það var frábært að vinna þennan leik!“
Næsti leikur er gegn Bakken Bears í Sláturhúsinu á fimmtudaginn í næstu viku og er bent á að þó nokkuð var af lausum sætum í húsinu í kvöld sem verða vonandi full þegar Danirnir mæta.
VF-myndir/Héðinn Eiríksson
Leikurinn í kvöld var sannkölluð veisla fyrir körfuboltaáhugamenn þar sem tvö góð lið buðu upp á frábæra skemmtun. Áhorfendafjöldi í Sláturhúsinu var undir væntingum, en þeir sem mættu studdu vel við bakið á sínum mönnum.
Strax í upphafi leiks var ljóst að Madeira var ekki að vanmeta heimamenn enda töpuðu þeir leik sínum í Keflavík í fyrra og vissu hverju þeir áttu von á. Leikurinn var hraður og gestirnir náðu 5 stiga forskoti, 6-11, eftir stuttan tíma. Þá settu Keflvíkingar kraft í vörnina og skoruðu 9 stig í röð.
Það sem eftir lifði fyrsta fjórðungi léku Keflvíkingar óviðjafnanlega og náðu 13 stiga forskoti. Vörnin var þétt með Nick Bradford og Gunnar Einarsson í broddi fylkingar og sóknin var yfirveguð og dreifðust stigin jafnt á milli leikmanna.
Það sama var uppi á teningnum í öðrum fjórðungi þar sem Keflavík náði mest 23 stiga forskoti. Gunnar Einarsson fór þar á kostum og var kominn með 20 stig þegar blásið var til hálfleiks. Staðan var þá 66-48.
Eftir hálfleik mættu Madeira-menn grimmir til leiks og pressuðu stíft. Hver sóknin á fætur annarri fór forgörðum hjá Keflavík og gestirnir söxuðu jafnt og þétt á forskotið. Þeir jöfnuðu 79-79 þegar skammt var eftir af leikhlutanum og útlitið var ekki nógu gott fyrir heimamenn. Anthony Glover fékk sína fjórðu villu snemma og sat á bekknum það sem eftir lifði fjórðungsins og munar um minna. Þá kom að þætti Elentínusar Margeirssonar en hann setti fimm síðustu stigin og breytti stöðunni í 84-79 áður en haldið var í lokafjórðunginn.
Leikurinn var í járnum á lokakaflanum, en heimamenn héldu forskotinu og reyndust seigari þegar upp var staðið. Þar munaði mest um framlag þeirra Bradfords, Glovers og Magnúsar Gunnarssonar, en hann var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 24 stig.
Bradford var vígreifur í leikslok og sagði frábæra tilfinningu að vera kominn aftur til Keflavíkur. „Við lékum ekki vel í þriðja leikhluta, en þjálfarinn sagði okkur að vera grimmari og ekki hafa áhyggjur af stöðunni.“
Hann bætti því við að þeir kviðu ekki leiknum gegn Bakken Bears. „Við tökum einn leik fyrir í einu og ætlum okkur að klára deildarleikina hér heima áður en við förum að hugsa um næsta Evrópuleik“
„Þetta var frábær leikur,“ sagði Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari, í leikslok. „Þeir léku mjög aggressíva vörn í þriðja leikhluta og við hörfuðum til baka. Okkur gekk illa að koma kerfunum í gang, en svo var bara komið nóg af þessu! Eftir það spiluðum við þetta aftur upp og það var frábært að vinna þennan leik!“
Næsti leikur er gegn Bakken Bears í Sláturhúsinu á fimmtudaginn í næstu viku og er bent á að þó nokkuð var af lausum sætum í húsinu í kvöld sem verða vonandi full þegar Danirnir mæta.
VF-myndir/Héðinn Eiríksson