Körfuboltaveisla í kvöld
Í kvöld hefst Domino's deild karla í körfubolta aftur með látum. Keflvíkingar mæta þá Stjörnunni á heimavelli sínum, en jafnan Þegar þessi lið mætast er allt lagt undir. Stórleikur umferðarinnar fer hins vegar fram í Vesturbænum en þar mæta Grindvíkingar í heimsókn til hinna ósigruðu KR-inga. Forvitnilegt verður að sjá hvort Íslandsmeistararnir verði fyrstir liða til þess að leggja þá röndóttu af velli í vetur. Leikurinn er í beinni á KR-TV.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15.