Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfuboltastúlkur úr Reykjanesbæ í áhöfn landsliðsins
Anna María Ævarsdóttir tekur á móti landsliðinu um borð í flugvél Icelandair. Mynd: Fésbókarsíða KKÍ
Mánudagur 28. ágúst 2017 kl. 14:37

Körfuboltastúlkur úr Reykjanesbæ í áhöfn landsliðsins

- Anna María Ævarsdóttir og Lovísa Falsdóttir í áhöfn Icelandair

Landslið karla í körfuknattleik flaug til Helsinki í morgun og í áhöfn flugvélar Icelandair voru meðal annars körfuknattleikskonurnar Anna María Ævarsdóttir og Lovísa Falsdóttir. Þær hafa báðar spilað með liðum frá Keflavík, Njarðvík og Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik og einnig með unglingalandsliðum okkar í körfu. Þetta kom fram á Fésbókarsíðu Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. Hann segir einnig frá því að körfuboltaáhöfn hafi flogið með hópinn út og þar á meðal þær Anna María og Lovísa.

Lovísa Falsdóttir og Helga Hrund Friðriksdóttir um borð í vél Icelandair/ Mynd: Fésbókarsíða Hannesar S. Jónssonar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lovísa Falsdóttir og Helga Hrund Friðriksdóttir um borð í vél Icelandair/ Mynd: Fésbókarsíða Hannesar S. Jónssonar.