Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Körfuboltasnillingur: Betri í dag en í gær
Fimmtudagur 13. apríl 2017 kl. 10:00

Körfuboltasnillingur: Betri í dag en í gær

Körfuboltasnillingur vikunnar er Keflvíkingurinn Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen. Hún hefur ákaflega gaman af því að spila körfubolta enda æfir hún 9-10 sinnum í viku.

Aldur og félag:
Ég er á fjórtánda ári og æfi með Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hvað æfir þú oft í viku?
Ég æfi 9-10 sinnum í viku með aukaæfingum.


Hvaða stöðu spilar þú?
Það er misjafnt hvaða stöðu ég spila.


Hver eru markmið þín í körfubolta?
Markmiðið mitt er að vinna markvisst að því að verða betri í dag en í gær og komast í landslið.


Skemmtilegasta æfingin?
Mér finnst einfaldlega gaman að spila körfubolta. En æfingarnar eru mis skemmtilegar.


Leiðilegasta æfingin?
Engin sérstök.


Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi?
Hörður Axel, Ariana Moorer og Daði Lár.


Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA?
Stephen Curry, Klay Thompsson, Draymond Green og Andre Iguodala.


Lið í NBA?
Golden State Warriors er klárlega uppáhalds liðið mitt.