KÖRFUBOLTALÍF VALS INGIMUNDARSONAR
..Við erum báðir mjög þrjóskir, viljasterkir og stöndum með ákvörðunum okkar en öðruvísi ná menn ekki árangri sem þjálfarar... Valur Ingimundarson, sem að margra áliti er besti körfuknattleiksmaður Íslendinga fyrr og síðar kom heim í sumar eftir þriggja ára dvöl í Danveldi. Út fór hann með eiginkonuna Guðnýju Friðriksdóttur og börn þeirra tvö, Steinunni Ósk 6 ára og Val Orra 4 ára og ætlaði að slaka aðeins á körfunni og skella sér í nám að nýju. Karfan tók fljótlega völdin, liðið náði góðum árangri og hann ekki tilbúinn að segja skilið við boltann þrátt fyrir að vera orðin háaldraður skv. gildandi afreksíþróttamannastuðlum. Hann fór sl. haust á ný norður yfir heiðar til að þjálfa og leika með Sauðkræklingum að nýju en hann hefur aðeins leikið með tveimur liðum hérlendis, Njarðvík og Tindastól. Hvers vegna Danmörk?Þetta var hugmynd, góð hugmynd, sem við Guðný ákváðum í sameingu að gera að veruleika. Grunnurinn var að liðið á staðnum hafði þegar haft samband og frágengið var með þjálfun þess áður en lagt var upp. Við fluttum í fjórbýlishús í nýju hverfi u.þ.b. 7 kílómetrun frá bænum. Hægt var að ganga beint út úr stofunni inn á skipulagt grænt svæði þar sem var fótboltabvöllur fyrir krakkana og ýmis leiktæki. Þar sátum við oft og fengum okkur kaffi og með því meðal nágrannana. Annars er mikill munur á íslensku samfélagi og dönsku. Daninn er miklu afslappaðri, vinnur sína 37 klst. vinnuviku og sjaldnast meira. Þá eru danskir ekki jafn uppteknir af veraldlegum gæðum og landinn, t.d. eru ansi margir sem ekki eiga bifreið og þykir ekki tiltökumál. Tilfinningin var sú að ættu þeir ekki peninga, reiðum höndum, var ekki verið að kaupa neitt. Minna vinnuálag veldur síðan því að fjölskyldan er meira saman og það styrkir tengslin. Veðurfarið er einnig öðruvísi því sumrin eru dásamleg en veturnir naprir og gráir. Nú var nám líka á dagskránni, hvernig gekk það?Guðný hóf strax nám í tækniteinun við Odense Tekniske Skole og gekk vel. Ég fann snemma að karfan átti hug minn allan á og ákvað að láta skólabekkinn bíða enn um sinn. Hvað er Odense stórt bæjarfélag og hvernig studdu þeir við körfuna? Þetta er 200.000 manna byggðarlag, heldur stærra en maður var vanur. Velgengninni fylgdi mikil umfjöllun í dagblöðum og sjónvarpi en það var að mestu bundið við Fjón. Þar voru flestir leikir sýndir í sjónvarpi en örsjaldan sjónvarpað á landsvísu. Já, þetta með velgengnina. Þú tókst við liðinu í 2. deild, raukst upp í fyrstu deild og þaðan upp í úrvalsdeildina þar sem liðið náði 4. sæti á síðasta tímabili. Var þetta allt þér að þakka? Ég held að stærsta afrekið hafi verið að breyta þankaganginum. Mér tókst að snúa mönnum úr því að vera að leika sér í að æfa og keppa til að ná árangri. Þegar sigurhugsunin er komin er eftirleikurinn auðveldur. Kristinn Friðriks, Henning Henningsson, Pétur Vopni, Valur Ingimundar og sterkur bandarískur leikmaður. Þetta gæti verið byrjunarlið í íslensku úrvalsdeildinni. Fékkstu ekki einhverja gagnrýni vegna allra Íslendinganna í liðinu?Þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum en án þess að koma niður á liðinu. Ég er á því að liðið á síðasta keppnistímabili hafi verið nægilega sterkt til að geta unnið Íslandsmótið , í það minnsta komist langt. Við vorum með góðan Bandarískan leikmann, Joe Levindowski að nafni, auk þess marga góða danska leikmenn. Ertu kannski orðinn danskur í þér, söngstu t.a.m. „Vi er gule......”yfir leikjum danska landsliðsins á HM í sumar?Heyrðu mig nú, það er „Vi er rode....osfrv. frv.” Mér fannst Danirnir góðir og synd að þeir skyldu ekki komast lengra en mitt lið í þessari keppni var Holland. Annars er svarið við spurningunni nei, ég er ekki orðinn danskur í mér. Nú vonuðst flestir Njarðvíkingar að þú myndir koma „heim” til Njarðvíkur en þú ákvaðst að fara „heim” á Sauðárkrók. Hvers vegna?Þegar við höfðum tekið ákvörðun um að koma heim og það spurðist út höfðu 5 úrvalsdeildarlið samband sem ég hafði nú ekki átt von á fyrirfram. Eftir að hafa hugleitt málin vandlega ákváðum við að fara á Krókinn aftur. Við eigum þar marga góða vini og Sauðárkrókur er barnvænn bær sem gott er að búa í. Þá er nokkuð ljóst að Njarðvíkinga vantar ekki þjálfara á næstunni.Gerir þú þér grein fyrir hvað árin á toppnum eru orðin mörg? Það eru komin 20 ár síðan ég hóf að leika með meistaraflokki svo stákar eins og Örlygur Sturluson var ófæddur enn og nokkur ár í hann þegar ég byrjaði minn feril.Fyrir nokkrum árum var litið á leikmenn 35 ára og eldri sem risaeðlur sem væru búnir að vera en í dag fjölgar þeim sem ná frábærum árangri á þessum aldri. Má nefna Jordan, Malone, Rodman og Stockton úr körfunni, Klinsman, Michael Laudrup, Lothar Matteus og Brassann Dunga úr fótboltanum og Sigurð Sveinsson úr handboltanum. Er gamalt gott-betra-best?Ég held að þetta hafi breyst með heilsusamlegra líferni og betri læknisumönnun. Það er nauðsynlegt að hafa leikmenn með reynslu til að stýra þeim yngri á rétta braut og á meðan skrokkurinn er góður er engin ástæða til að láta deigan síga.Ertu enn 40 mínútna, 25 stiga og 10 frákast leikmaður á leik, í hverjum leik?Svo lengi lærir sem lifir, leikstíll minn hefur breyst og áherslurnar orðnar aðrar en ég get ennþá skorað eins og áður.......á góðum degi.Sigurður Ingimundarson, litli bróðir, hefur náð glæsilegum árangri sem þjálfari meistaraflokks karla sem og kvenna í Keflavík. Eru þjálfunarhæfileikarnir í genunum?Ég er yfir mig stoltur af litla bróður sem hefur staðið sig frábærlega. Það verður gaman að mæta honum í vetur og mjög slæmt færi ég að tapa gegn honum (sem Valur þurfti þó að upplifa fyrir skömmu). Við erum báðir mjög þrjóskir, viljasterkir og stöndum með ákvörðunum okkar en öðruvísi ná menn ekki árangri sem þjálfarar. Við stöndum með ákvörðunum okkar en öðruvísi ná menn ekki árangri sem þjálfarar. Við höfum einnig verið það heppnir að hafa alltaf haft mjög góða leikmenn undir okkar stjórn. Tímabilið 1994-1995 með Njarðvík er t.d. minnisstætt en þá samanstóð leikmannahópurinn af 12 hæfileikaríkum einstaklingum sem höfðu það eitt að markmiði að sigra. Allir lögðust á eitt, stjörnur eða ekki stjörnur, hlustuðu á það sem fyrir þá var lagt og þóttust aldrei vita betur en þjálfarinn. Er hér var komið var HM-leiknum lokið, tími til kominn til að koma börnunum í rúmið, og kvöddu þau Guðný og Valur að sinni. Hlakkar blm. til að sjá til Vals að nýju á körfuknattleiksvellinum og ekki laust við að maður haldi með sér eldri mönnum, jafnvel gegn „okkar mönnum” og er örugglega ekki einn um það.Myndin: Valur og Guðný með börnum sínum þeim Steinunni Ósk og Val Orra. VF-mynd/Þórhallur Ásmundsson, Sauðárkróki.VIÐTAL: JAK