Körfuboltakrakkar frá Suðurnesjum mætast í bikarúrslitum
Bikarúrslitarleikir yngri flokkanna í körfuknattleik fara fram samhliða úrslitum meistaraflokkanna nú um helgina en hellingur af ungum körfuboltakrökkum frá Suðurnesjunum munu keppa. Yngri flokkarnir munu spila á morgun, föstudag, og næstkomandi sunnudag í Laugardalshöllinni.
Keflavík mætir Grindavík í 10. flokki stúlkna á föstudaginn en það er eini leikur Suðurnesjamanna sem fram fer þann daginn. Grindavík mætir svo Njarðvík í 9. flokki stúlkna á sunnudaginn, einnig mætir Keflavík Hrunamönnum/Þór Þ. í 9. flokki drengja á sunnudag og þá mun stúlknaflokkur Keflavíkur mæta KR-ingum á sunnudaginn en sá leikur verður sýndur í beinni á RÚV.