Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Körfuboltahetjur heiðraðar
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 10:36

Körfuboltahetjur heiðraðar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð(MÍT) heiðruðu meistara Keflavíkur og UMFN í körfubolta fyrir frábæran árangur á síðustu misserum á miðvikudaginn í Duushúsum.

Íslandsmeistarar Keflavíkur í karla- og kvennaflokki í körfuknattleik árið 2005 og bikarmeistarar Njarðvíkur hlutu viðurkenningar og greiðslu úr íþróttasjóði MÍT.Þá hlutu 10. flokkur drengja og skipuleggjendur Samkaupsmótsins viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á nýafstöðnu keppnistímabili.

Þá árituðu leikmenn og þjálfarar meistaraliðanna körfubolta sem gefinn var af KKÍ og mun hann verða geymdur í glerkassa sem hluti af Íþróttaminjasafni Reykjanesbæjar.


  

Vf-myndir:/Bjarni

Bílakjarninn
Bílakjarninn