KONUR TAKIÐ EFTIR!
Líkaminn er merkilegt fyrirbæri. Fái hann góða næringu, reglulega hreyfingu og næga hvíld þess á milli sér hann að mestu leyti um sig sjálfur Vöðvar og bein rýrna við hreyfingaleysi. Það er okkur nauðsynlegt að stunda einhverskonar hreyfingu. Hún hefur ekki aðeins áhrif á hjarta, blóðrás, vöðva, bein og líkamsstyrk. Regluleg þjálfun byggir upp andlega og félagslega líðan, sem vinnur gegn þunglyndi, kvíða og spennu sem hrjáir nútíma þjóðfélag. Vitað er til þess að alls konar kvillar svo sem vöðvabólga liðagigt og beinþynning, lagast til muna ef viðkomandi fer að þjálfa reglulega undir réttri leiðsögn. Fyrir nokkrum árum fannst varla neitt annað en erobik og pallar sem henta alls ekki öllum. Sem betur fer eru breyttir tímar í þeim efnum. Í dag getur þú valið það sem hentar þér.¡stæðan fyrir þessum skrifum er sú að mér finnst það vera skylda mín að láta ykkur konur vita af mínum tímum þar sem ég læt þarfir ykkar sitja í fyrirrúmi. Mínir tímar byggjast upp á einföldum sporum styrkjandi æfingum þar sem við gefum okkur tíma í að vinna með hvern vöðva fyrir sig. Ég veit ekkert yndislegra en þegar konurnar „mínar” finna vöðva sem hafa legið í dvala „vá ég finn fyrir kviðvöðvanum”. það er mjög mikilvægt að ég viti ef það er eitthvað sem hrjáir viðkomandi, því að auðvitað eru alltaf einhverjar sem geta ekki allar æfingarnar. Með góðri samvinnu reyni ég að finna aðrar æfingar sem henta. Við gefum okkur góðan tíma og gerum æfingarnar rétt. Hver kannast ekki við það að þegar loksins er byrjað að æfa þá á að koma sér í form ekki seinna en í dag. Þannig ganga hlutirnir bara einfaldlega ekki. Það tekur sinn tíma að byggja upp vöðvana og finna styrkinn aukast Ég hef bent „mínum” konum á að það borgi sig að fara sér hægt, byrja tvisvar í viku og bæta síðan við ef með þarf, heldur en að fara of geist og gefast upp. Regluleg ástundun er æskilegust, þannig líður okkur best og mestur árangur næst.Þú sem vilt komast í form.Þú sem ert nýbúin aðeignast barn.Þú sem ert þunguð.Þú sem ert slæm í baki eða hnjám.Þú sem vilt gera æfingar í góðum félagsskap.Er ekki kominn tími til að dusta rikið af skónum og láta okkur líða vel ? Ég vil hvetja ykkur konur að koma og prufa tíma hjá mér. Dæmið sjálfar. Emilía Dröfn JónsdóttirLeiðbeinandi hjá Stúdió Huldu