Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 13. júlí 2000 kl. 09:36

Komnar í annað sæti

RKV vann góðan sigur á BÍ í gærkvöld, 0-4 í 5. umferð A-riðils1 . deildar kvenna í knattspyrnu, en leikurinn fór fram á Ísafirði. RKV-stúlkur voru mun betri allt frá upphafi leiks til enda, en fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu og var það markaskorarinn mikli, Lilja Íris Gunnarsdóttir sem þar var að verki. Gestirnir náðu að bæta við öðru marki í fyrri hálfleik þegar Lóa Björg Gestsdóttir skoraði. Í síðari hálfleik léku RKV-stúlkur enn betur og gjörsamlega yfirspiluðu lið BÍ, sem átti varla marktækifæri í leiknum. Þrátt fyrir fjölda dauðafæra af hálfu RKV í síðari hálfleik, náði liðið ekki að skora úr nema tveimur þeirra. Hrefna Magnea Guðmundsdóttir skoraði fyrra markið beint úr hornspyrnu og Sara Smart gulltryggði svo sigurinn með marki af markteig. Með sigrinum í gær komst RKV upp í annað sæti riðilsins með níu stig, eins og Þróttur sem er í þriðja sæti með lakara markahlutfall. Grindavík vermir toppsæti riðilsins með 13 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024