Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Komið að úrslitastundu
Laugardagur 19. apríl 2008 kl. 10:03

Komið að úrslitastundu

Úrslitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hefst í dag. Leikurinn fer fram kl. 16:00 í Toyotahöllinni í Keflavík en Keflvíkingar hafa heimaleikjaréttinn í seríunni.
 
Keflavík vann báðar deildarviðureignir liðanna í vetur. Fyrst í Hólminum 109-113 eftir framlengdan spennuleik og svo 98-95 í Toyotahöllinni. Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
 
Keflavík sló út Þór Akureyri í 8-liða úrslitum 2-0 og svo, eins og frægt er orðið, var ÍR næsti andstæðingur og lauk undanúrslitunum með 3-2 sigri Keflavíkur. Snæfellingar eru sannir Suðurnesjabanar fyrstu tvær umferðirnar. Þeir skelltu Njarðvík 2-0 í 8-liða úrslitum og svo tóku þeir Grindavík 3-1 í undanúrslitum. Tekst þeim að fullkomna Suðurnesjaþrennuna eða eiga þeir eitthvað roð í sjóðheitt Keflavíkurliðið?
 
Keflavík-Snæfell
Úrslit – Leikur 1
Kl. 16:00 í Toyotahöllinni í dag
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024