Komið að úrslitastundu
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild í körfuknattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum sem báðir hefjast kl. 19:15. Deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti Þór Akureyri í Toyotahöllinni og Grindavík fær Skallagrím í heimsókn í Röstina.
Keflavík vann báða deildarleikina gegn Þór í vetur og þá höfðu Grindvíkingar einnig betur í báðum sínum leikjum gegn Skallagrím á leiktíðinni.
Borgarskot Iceland Express verður á sínum stað í kvöld. Skotið verður um ferð til Stokkhólms í Keflavík og í Grindavík er í boði ferð til Varsjár í Póllandi.