Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Komið að úrslitastundu
Sunnudagur 24. febrúar 2008 kl. 10:05

Komið að úrslitastundu

Þá er komið að stóru stundinni, bikarúrslitin í körfuknattleik fara fram í Laugardalshöll í dag og hefjast leikar stundvíslega kl. 14:00 þegar Íslands- og bikarmeistarar Hauka mæta Grindavík í kvennaflokki og kl. 16:00 mætast Snæfell og Fjölnir í karlaflokki. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu hjá RÚV. Aðeins eitt lið sem í dag leikur til úrslita hefur áður orðið bikarmeistari og það eru Haukakonur. Hvorki Grindavík, Snæfell eða Fjölnir hafa áður orðið bikarmeistarar en öll hafa liðin áður leikið til bikarúrslita.

 

Hér að neðan sýnum við leið liðanna í bikarúrslit og líkleg byrjunarlið:

 

Leiðin í bikarúrslit:

 

Haukar kvk:

Haukar 117-28 Keflavík B

Haukar 90-55 Hamar

Haukar 82-63 Fjölnir

 

Grindavík kvk:

Haukar B 55-94 Grindavík

Grindavík 93-80 KR

Grindavík 66-58 Keflavík

 

Fjölnir kk:

KR B 66-92 Fjölnir

Fjölnir 105-36 Þróttur Vogum

Fjölnir 87-52 Þór Þorlákshöfn

Skallagrímur 83-85 Fjölnir

 

Snæfell kk:

Haukar 63-89 Snæfell

Þór Akureyri 74-106 Snæfell

Snæfell 86-84 Keflavík

Njarðvík 77-94 Snæfell 

 

Líkleg byrjunarlið

 

Grindavík kvk:

Joanna Skiba

Jovana Lilja Stefánsdóttir

Ólöf Helga Pálsdóttir

Petrúnella Skúladóttir

Tiffany Roberson

 

Haukar kvk

Kiera Hardy

Kristrún Sigurjónsdóttir

Unnur Tara Jónsdóttir

Ragna Margrét Brynjarsdóttir

Telma B. Fjalarsdóttir

 

Snæfell kk:

Justin Shouse

Slobodan Subasic

Sigurður Þorvaldsson

Ingvaldur Magni Hafsteinsson

Hlynur Elías Bæringsson

 

Fjölnir kk:

Helgi Þorláksson

Anthony Drejaj

Níels Dungal

Pete Strobl

Sean Knitter

 

Fjölmennum í Laugardalshöllina í dag!

 

Haukar-Grindavík í kvennaflokki kl. 14:00

 

Snæfell-Fjölnir í karlaflokki kl. 16:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024