ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Kolbrún Júlía á EM í hópfimleikum
Kolbrún Júlía er fyrsti íþróttamaðurinn úr Fimleikadeild Keflavíkur sem á sæti í landsliði Íslands í hópfimleikum.
Föstudagur 30. september 2016 kl. 15:05

Kolbrún Júlía á EM í hópfimleikum


Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman úr Fimleikadeild Keflavíkur var nýlega valin í landslið Íslands í hópfimleikum sem keppir á Evrópumótinu í Maribor í Slóveníu 12. til 15. október næstkomandi. Kolbrún segir það hafa komið skemmtilega á óvart að vera valinn í hópinn og eitthvað sem hún hafi aldrei búist við að myndi gerast. Tilkynnt var um hópinn í ágúst síðastliðnum.

Kolbrún er 18 era gömul og hefur æft fimleika í 11 ár. Lengst af æfði hún áhaldafimleika en skipti yfir í hópfimleika fyrir einu ári síðan. Hún mun keppa í blönduðu liði fullorðinna. Í liðinu eru sjö konur og átta karlar og keppa fimm af hvoru kyni í einu og hinir eru varamenn. Keppt er í dansi, á dýnu og trampólíni. Landslið Íslands í þessum flokki hefur ekki hampað Evróputitli.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Ferðin til Slóveníu kostar um 400.000 krónur fyrir hvern keppanda og stendur núna yfir söfnun á vegum Fimleikasambands Íslands undir heitinu Vertu mEMm. Sambandið skorar á fyrirtæki að styrkja landsliðsfólkið. Sjálfgefin upphæð er 25.000 krónur en hægt er að hækka hana eða lækka. Þau fyrirtæki sem styrkja eru svo beðin um að skora á tvö önnur fyrirtæki að gera það sama. Einnig er hægt að styrkja um 1500 krónur, 3000 krónur eða 5000 krónur með símtali.

Nánar má lesa um söfnunina hér.

 

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25