Kolbrún í liði ársins - Sveindís í 7. sæti um íþróttamann ársins
Keflvíkingurinn Kolbrún Júlía Newman, er í kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum sem var valið lið ársins 2021 en það er valið af Samtökum íþróttafréttamanna. Liðið varð Evrópumeistari í haust. Sveindís Jane Jónsdóttir, atvinnumaður í fótbolta varð í 7. sæti í kjöri um Íþróttamann ársins 2021. Þá var Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta í 11. sæti og Már Gunnarsson, sundmaður í 20. sæti.
Alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu þar sem 29 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt, en Víkurfréttir eiga fulltrúa þar, og þau skiptust þannig:
1. Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445
2. Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387
3. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194
4. Martin Hermannsson, körfubolti 150
5. Aron Pálmarsson, handbolti 143
6. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122
7. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114
8. Bjarki Már Elísson, handbolti 109
9. Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93
10. Kári Árnason, fótbolti 85
11. Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48
12. Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40
13. Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32
14. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31
15. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26
16. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24
17. Haraldur Franklín Magnús, golf 22
18. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13
19. Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10
20. Már Gunnarsson, sund fatlaðra 8
21. Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7
22.-23. Alfons Sampsted, fótbolti 6
22-23. Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6
24-25. Anton Sveinn McKee, sund 1
24-25. Róbert Ísak Jónsson, sund fatlaðra 1.
Lið ársins – stigin
1. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 125
2. Karlalið Víkings í fótbolta 63
3. Kvennalið KA/Þórs í handbolta 56
4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta 8
5. Karlalið Þórs Þorlákshafnar í körfubolta
Þjálfari ársins – stigin
1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131
2. Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum – 68
3. Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. í fótbolta – 37
4. Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13
5. Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11
6. Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1