Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kolbrún í liði ársins - Sveindís í 7. sæti um íþróttamann ársins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. desember 2021 kl. 20:51

Kolbrún í liði ársins - Sveindís í 7. sæti um íþróttamann ársins

Keflvíkingurinn Kolbrún Júlía Newman, er í kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum sem var valið lið ársins 2021 en það er valið af Samtökum íþróttafréttamanna. Liðið varð Evrópumeistari í haust. Sveindís Jane Jónsdóttir, atvinnumaður í fótbolta varð í 7. sæti í kjöri um Íþróttamann ársins 2021. Þá var Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta í 11. sæti og Már Gunnarsson, sundmaður í 20. sæti. 

Alls fengu 25 íþrótta­menn at­kvæði í kjör­inu þar sem 29 meðlim­ir Sam­taka íþróttaf­rétta­manna tóku þátt, en Víkurfréttir eiga fulltrúa þar, og þau skipt­ust þannig:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

1. Ómar Ingi Magnús­son, hand­bolti 445
2. Kol­brún Þöll Þorra­dótt­ir, fim­leik­ar 387
3. Krist­ín Þór­halls­dótt­ir, kraft­lyft­ing­ar 194
4. Mart­in Her­manns­son, körfu­bolti 150
5. Aron Pálm­ars­son, hand­bolti 143
6. Júlí­an J. K. Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar 122
7. Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir, fót­bolti 114
8. Bjarki Már Elís­son, hand­bolti 109
9. Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir, hand­bolti 93
10. Kári Árna­son, fót­bolti 85
11. Elv­ar Már Friðriks­son, körfu­bolti 48
12. Al­dís Kara Bergs­dótt­ir, skaut­ar 40
13. Hlyn­ur Andrés­son, frjálsíþrótt­ir 32
14. Ásta Krist­ins­dótt­ir, fim­leik­ar 31
15. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, fót­bolti 26
16. Helgi Lax­dal Aðal­geirs­son, fim­leik­ar 24
17. Har­ald­ur Frank­lín Magnús, golf 22
18. Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, golf 13
19. Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir 10
20. Már Gunn­ars­son, sund fatlaðra 8
21. Helena Sverr­is­dótt­ir, körfu­bolti 7
22.-23. Al­fons Samp­sted, fót­bolti 6
22-23. Bald­vin Þór Magnús­son , frjálsíþrótt­ir 6
24-25. Ant­on Sveinn McKee, sund 1
24-25. Ró­bert Ísak Jóns­son, sund fatlaðra 1.

Lið ársins – stigin
1. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 125
2. Karlalið Víkings í fótbolta 63
3. Kvennalið KA/Þórs í handbolta 56
4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta 8
5. Karlalið Þórs Þorlákshafnar í körfubolta

Þjálfari ársins – stigin  
1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 
2. Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum – 68
3. Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. í fótbolta – 37 
4. Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 
5. Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 
6. Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1