Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrnuvertíðin að byrja
Mánudagur 4. maí 2009 kl. 10:03

Knattspyrnuvertíðin að byrja

Nú er aðeins tæp vika þangað til knattspyrnuvertíðin á Íslandi hefst í úrvalsdeild kvenna og karla. Mikið var um að vera á Grindavíkurvelli á 1. maí þegar stjórnarmenn í knattspyrnudeild Grindavíkur ásamt vallarstarfsmönnum, sjálfboðaliðum og leikmönnum í 3. flokki drengja og stúlkna unnu hörðum höndum að því að fegra knattspyrnusvæðið og hengja upp auglýsingaskilti á vellinum. Einnig var stúkan þrifin sem og þau mannvirki sem eru á svæðinu.

Karlalið Grindavíkur hefur leik á Íslandsmótinu gegn Stjörnunni í Garðabæ sunnudaginn 10. maí kl. 19:15. Fyrsti heimaleikur strákanna er gegn KR fimmtudaginn 14. maí kl. 19:15.

Kvennalið GRV, sem leikur nú í úrvalsdeild, byrjar einnig á útivelli, gegn ÍR næsta laugardag kl. 14. Fyrsti heimaleikur GRV er gegn Þór/KA laugardaginn 16. maí.???

Byrjað verður að selja árskort og fjölskyldukort hjá Grindavík í Pepsí-deild karla í vikunni. Árskort á leiki sumarsins er 10.000 kr. og lækkar í verði frá því í fyrra um 1.000 kr. Þeir sem vilja vera áskrifandi að því að fá sér súpu á Salthúsinu fyrir heimaleik geta keypt árskort+súpu á 15.000 kr. Svokölluð hjónakort eru hagstæðustu kaupin en þau kosta 15.000 kr. og hafa einnig lækkað í verði frá því í fyrra. Þá hefur miðaverð á heimaleikina verið lækkað úr 1.500 kr. í 1.200 kr., segir í frétt frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024