Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrnuveisla á Bronsvellinum í dag
Víðismenn eiga montréttinn eftir að hafa unnið Reyni í fyrri umferðinni – hvort Reynismenn nái að hefna kemur í ljós í kvöld. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 28. júlí 2023 kl. 09:15

Knattspyrnuveisla á Bronsvellinum í dag

Það verður öllu tjaldað til þegar stórslagur í 3. deild karla í knattspyrnu fer fram í dag, innanbæjarslagur Reynir og Víðis.

Reynismenn eru í efsta sæti deildarinnar með 31 stig en Víðir er í þriðja sæti með 25, einu stigi á eftir Kormáki/Hvöt sem er í öðru sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri leik liðanna lyktaði með sigri Víðis og væntanlega vilja Reynismenn endurgjalda þeim ósigurinn, hvort það takist leiðir tíminn í ljós en það er nokkuð ljóst að hart verður tekist á og ekkert gefið eftir.

Fyrir leik verður slegið upp sannkallaðri knattspyrnuveislu á Bronsvellinum og hefst hún klukkan 17. Hoppukastali fyrir börnin og Arnór Sindri tekur vel valin lög frá 17:45 í veislutjaldi sem staðsett verður fyrir utan Reynisheimilið og Magnús Þórisson stýrir grillinu þar sem hamborgarar verða til sölu.

Reynis- og Víðisfólk er hvatt til að mæta snemma og taka þátt í stemmningunni – og til að auka enn á stemminguna eru stuðningsmenn Reynis hvattir til að mæta í hvítu og stuðningsmenn Víðis í bláu.